Öryggismál

Öryggismál eru það allra mikilvægasta í starfsemi fyrirtækja. Allir eiga að komast heilir heim, enginn á að skaðast hversu flókin og erfið sem verkefnin eru. Að setja fram metnaðarfull öryggismarkmið og auknar öryggiskröfur er auðvelt. Innleiðingin er flóknari og felur oft í sér breyttar vinnuaðferðir og viðhorf. Árangursrík innleiðing þarf að vera ánægjuleg fyrir starfsmenn, jákvæð þróun í átt að öruggara starfsumhverfi. Vel heppnuð innleiðing gerist í fyrirfram ákveðnum skrefum sem taka

eðlilegan tíma með stöðugri fræðslu og eftirfylgni. Engo tekur þátt í mótun öryggismarkmiða og innleiðingu á breyttum vinnuaðferðum. Engo hefur sérhæft sig í að birta ýmsar hættur á myndrænan og auðskiljanlegan máta. Oft eru hætturnar ekki skýrar fyrir allan þann fjölbreyta starfmannahóp sem fæst við ólík verkefni. Með ábyrgri skilgreiningu og grafískri hönnun getur Engo dregið fram hætturnar og birt þær þannig að allir geri sér grein fyrir hættunni án sérstakrar útskýringa. Hafðu samband og við kynnum lausnir.

Terms & Conditions